Jæja, er gervigreindin að taka yfir? Er hægt að fá tæmandi og áreiðanlegar upplýsingar um allt sem viðkemur veiðum, vinnslu og verkun sjávarafurða með því einu að henda út spurningum á netið?
Markmiðið með þessari síðu minni fiskurogkaffi.is er að fjalla á upplýsandi og vonandi áhugaverðan hátt um vinnslu og nýtingu sjávarfangs.
Kannski er þetta bras mitt hinn mesti óþarfi það er kannski bara hægt að henda inn spurningu á ChatGPT og bingo – svarið við spurningunni er komið eftir örfáar sekúndur, vel orðað á góðri skiljanlegri íslensku.
Mér fannst alla vega tilvalið að prófa þessa margumtöluðu gervigreind. Ég gerði tilraunir með nokkrar klassískar og einfalda spurningar eins og hvernig býr maður til góðan saltfisk ?
Svarið var þannig að mig langar ekkert í þann fisk sem gervigreindin bauð uppá þó hún hafi sagt „verði þér að góðu“ í lokin.
Ég prófaði líka íslensku deildina og svarið sem kom gaf skýrt til kynna að ég og mjög margir aðrir eigum góða framtíð í að ræða og fræða um veiðar, vinnslu og verkun sjávarafurða.
Miklu betra svar við þessari spurningu er að finna undir flipanum „Á vísan að róa“ í bæklingnum „Hvernig bý ég til góðan saltfisk?“
Ég spurði líka m.a.: Hvernig á að blóðga fisk ?
Samantektin á svarinu eftir nokkrar línur af algeru bulli leit út svona:
„Hugsanlega mælir fiskurinn líka með að vera ferskur um leið og átt er við blæðingu. Blóðgður fiskur kemur í veg fyrir að blóðið sem geymist í vöðvunum geti lengt tilveruna á fiskinum og haldið í veirunni. Sérstaklega er þetta góður aðferð þegar þú vilt geta nýtt allan fiskinn og fengið hreindan og bragðmeðfærðan mat. Geymdu einnig ferskun fiski í kaldri hitastigum og berðu hann sem fljótt og mögulegt er. Góðan mat!“
Gervigreindin hefur alla vega ekki haft vit á því að nýta bæklinginn góða um „Mikilvægi góðra meðhöndlunar á fiski“ sem finna má á heimasíðu Matís og segir flest það sem segja þarf um blóðgun.
Einnig hefur það farið fram hjá gervigreindinni að finna póstinn minn um „Áhrif blóðgunar og slægingar á gæði þorsks“.
Þannig að ekki fer mikið fyrir greindinni hjá gervigreindinni hvað þetta varðar.
Síðan prófaði ég ensku deildina og spurði: How to bleed cod ?
Svona lítur þýðing í boði Google translate út:
Blæðing á þorski eða öðrum fiski er algeng venja í veiðum til að bæta gæði fiskakjötsins og varðveita bragðið. Blæðing hjálpar til við að fjarlægja blóð úr fiskinum, sem getur innihaldið óhreinindi og stuðlað að „fiskbragði“. Svona á að blæða þorsk:
1. Safnaðu verkfærunum þínum:
- Beittur hnífur eða blæðandi toppur (sérhæft verkfæri hannað í þessum tilgangi).
- Ílát til að safna blóðinu og farga því á réttan hátt.
- Kælir eða ílát með ís.
2. Undirbúið fiskinn:
- Veiddu þorskinn, ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
- Farðu varlega með fiskinn til að lágmarka streitu og meiðsli.
- Gakktu úr skugga um að fiskurinn sé enn á lífi þegar þú byrjar á blæðingu til að ná sem bestum árangri.
3. Veldu blæðingarstað:
- Ráðlagður blettur fyrir blæðandi þorsk er neðst á brjóstugganum, nálægt tálknum.
4. Blæðingarferli:
- Ef þú ert að nota hníf skaltu gera snöggan skáskurð framan á brjóstugganum í átt að tálknum. Þessi skurður ætti að vera nógu djúpur til að skera í sundur helstu æðar en ekki of djúpt til að skemma kjötið.
- Ef þú ert með blæðingarstuðul skaltu setja hann inn á sama svæði og snúa til að brjóta æðarnar.
- Blóð mun byrja að streyma úr sárinu. Leyfðu því að renna niður í söfnunarílátið.
5. Tæmdu blóðið:
- Haltu fiskinum yfir ílátinu til að láta blóðið renna frjálslega. Þú gætir þurft að nudda fiskinn varlega til að hjálpa til við blóðflæðið.
- Haltu áfram að blæða fiskinn þar til blóðflæði minnkar verulega. Blæðingarferlið ætti aðeins að taka eina eða tvær mínútur.
6. Geymið fiskinn:
- Settu þurrkaðan þorsk í kæli eða ílát fyllt með ís til að halda honum köldum og ferskum.
Blæðing þorsks hjálpar til við að bæta bragð og áferð fisksins með því að koma í veg fyrir að blóðið spilli kjötinu. Það er algengt hjá sjómönnum sem vilja tryggja sem mest gæði þegar þorskinn er eldaður. Mundu að fylgja staðbundnum veiðireglum og bestu starfsvenjum til að stuðla að sjálfbærni og siðferðilegum veiðiaðferðum.
Já er þetta ekki soldið skondin lesning. Ég held ég haldi bara áfram með mitt vesen og sendi reglulega út uppbyggilegt og fræðandi efni á þokkalegri og skiljanlegri íslensku.
Gervigreindin er alla vega ekki tilbúin til að taka yfir fræðslumálin í fiskvinnslunni. „Gervi“greindin er enn þá meira plat eða bull en greind þegar kemur að vinnslu, veiðum og verkun sjávarafurða.
Það er sem sagt nauðsynlegt að halda áfram að fræða starfsfólk í sjávarútvegi og síðast en ekki síst neytendur eftir öðrum leiðum en gervigreindarleiðum
Svo ég er ekkert hættur með fiskurogkaffi.is heldur rétt að byrja 😊