Ýmsar afurðir – Sérvörur

Undir þennan flokk falla afurðir sem hafa sérheiti og gefa til kynna ákveðna framleiðsluaðferð, vörur hæfar til manneldis.

Skreið

Stockfish, dried fish

Almennt er miðað við að skreið sé hausaður, slægður og þurrkaður fiskur sem getur varðveist við umhverfishita. Yfirleitt er klumba látin fylgja bol.


Harðfiskur

Dried fish

Þessi vara getur verið með ýmsu móti en almennt er hér átt við þurrkaðan fisk sem tilbúin er til neyslu. Þetta geta verið flök með roði eða án, þetta geta verið flakabitar af ýmsu tagi o.s.frv. Hráefnið er yfirleitt pæklað (saltað) fyrir þurrkun.

©Kristín Edda Gylfadóttir

Kavíar

Caviar

Sérunnin hrogn, söltuð, geta verið lituð, krydduð og með rotvarnarefnum, eða gerilsneidd í loftþéttum umbúðum (niðurlagt). Orðið Caviar er í raun bundið við styrjuhrogn en í gegnum tíðina hafa vörur sem unnar eru úr hrognum annarra fiska einnig verið nefndar kavíar en þá er nauðsynlegt að geta tegundar sbr. Lumpfish Caviar / grásleppuhrognakavíar.


Súpur og seyði (jafnblönduð samsett matvæli)

Soups & broths – Homogenised composite food preparations

Súpur eða seyði sem innihalda, fisk, krabbadýr, skeldýr og lindýr.


Safar, kraftur og kjarnar

Extracts and juices

Úr fiski, krabbadýrum, skeldýrum og lindýrum, getur verið soðið þ.e. eimað eða þykkt (concentrate).


Duft, mjöl og kögglar

Flours, meals and pellets of fish

Úr fiski, krabbadýrum, skeldýrum og lindýrum, mjöl, duft og kögglar sem hæft er til manneldis.


Lýsi

Fats and oils and their fractions, of fish or marine mammal

Fiskolía eða fita úr fiski eða sjávarspendýrum.