Á vísan að róa

Hér má nálgast það fræðsluefni sem ég hef tekið saman í gegnum tíðina. Hugmyndin er að nýta það m.a. sem grunn að efni fyrir þessa bloggsíðu mína.

Undir myndunum hér fyrir neðan eru tenglar á Matís síðuna þar sem fræðsluefnið er vistað og vonandi munu þeir haldast virkir eitthvað inn í framtíðina. En til þess að tryggja öruggt aðgengi að þessum handbókum hvenær sem er, þá er upplagt að hala þeim niður og geyma á vísum stað.

Ef það eru einhver vandræði þá er bara að hafa samband og ég kem bókunum til skila.

Handbækurnar eru átta talsins ég skrifaði texta, teiknaði skýringamyndir og fékk í lið með mér Lárus Karl Ingason ljósmyndara sem tók flestar myndirnar fyrir þessar bækur. Fleiri ljósmyndarar og myndasmiðir lögðu mér lið og eru allar myndir merktar.

Auk handbókanna er slatti af öðru efni sem ég mun draga fram á þessum vettvangi eftir því sem þessari bloggsíðu minni vex fiskur um hrygg.

Skrifaðu ummæli