Heill fiskur

Hér fyrir neðan er farið yfir þær útfærslur sem eru til fyrir heilan fisk. Fiskurinn getur verið með haus, hauslaus, óblóðgaður, blóðgaður, slægður eða óslægður.

Óslægður fiskur, með haus, óblóðgaður eða blóðgaður

Round head on, whole fish ungutted, whole round

Hér fyrir ofan má sjá dæmi um óslægðan fisk. Síld, loðna, makríll eru dæmi um tegundir sem eru frystar óslægðar. Þorskur og ýmis annar bolfiskur kemur oft að landi með haus, blóðgaður en óslægður en karfi og t.d. grásleppa er landað með haus, óslægð og óblóðguð.


Slægður fiskur með haus

Round, head on, gutted whole fish, head on gutted

Heill fiskur með haus, sem búið er að slægja, þ.e. fjarlægja öll innyfli.


Hauslaus með klumbu

Headed/gutted (h/g) collar bone on, N cut (Norway cut), round, dressed

Heill hausaður fiskur, þar sem klumban og eyruggi er látin fylgja bol og öll innyfli hafa verið fjarlægð. Þessari aðferð er yfirleitt beitt þegar fletja á fisk til söltunar eða hengja upp til þurrkunar.


Hauslaus án klumbu

Headed/gutted (h/g) collar bone off, J-cut (Japan cut) round, dressed

Heill hausaður fiskur þar sem klumban er látin fylgja haus og öll innyfli hafa verið fjarlægð. Þegar um smærri fisktegundur svo sem síld og makríl er að ræða þá er talað um að slógdraga þar sem ekki er rist á kvið.