V- og J-cut

Snyrting flaka. Þessi tvö hugtök „V-cut og J-cut“ vísa til þess hvernig beingarður er skorinn úr heilum flökum.

V-skurður

V-cut

Beingarður hefur verið skorinn frá með eins nettum skurði og hægt er og þunnildið fylgir flakinu mismunandi mikið snyrt, mjög algengt er að snyrta slægingarsárið sbr línu A á myndinni hér fyrir neðan, aðrar útfærslur eru einnig til.


J-skurður

J-cut

Þessi lýsing á við þegar allt þunnildi hefur verið skorið frá með beingarðinum.