Varðveisluaðferð

Varðveisluaðferð, það er sú vinnsluleið og geymsluaðferð sem notuð er til að varðveita eða viðhalda gæðum vörunnar.

Frosið / fryst

Frozen

Afurðin er fryst og geymd í frysti. Miða á við að lágmarks hitastig fari ekki yfir -18°C í geymslu eða í flutningi.


Kæling – kælt / Ferskur – Ferskt

Fresh – chilled

Afurðir eru varðveittar með kælingu. Hitastigi er haldið á milli 0 – 4°C í flutningi og geymslu. Í þessu samhengi hefur hugtakið ferskur verið mikið notað en eðlilegra er að tala um kældar afurðir. Umbúðir og pökkun getur verið með ýmsum hætti.


Saltað

Salted

Afurðir verkaðar með salti þannig að vatnsvirkni (aw) er undir 0,8. Það eitt og sér dugir þó ekki til þess að varðveita afurðina svo miðað er við að þessar vörur séu geymdar í kæli (0- 4°C).


Þurrkað

Dried

Afurðir sem eru þurrkaðar það mikið að vatnsvirkni (aw) er um 0,6 og geta þar af leiðandi varðveist við umhverfishita.


Niðursoðið

Canned

Afurð sem er soðin í lokuðum (neytenda-)umbúðum (dósum, gleri, plasti). Suðan getur verið mismikil en miðað er við að eftir suðu geti afurðin varðveist við umhverfishita.


Niðurlagt

Preserved

Afurð sem er rotvarin og/eða gerilsneydd í loftþéttum (neytenda-) umbúðum (dósum, gleri,plasti). Þarf að geymast í kæli (0-4°C).


Pæklað (í saltlegi)

In brine

Afurð sem er höfð í saltlegi, einnig geta verið rotvarnarefni til staðar auk annarra viðbótarefna svo sem sykur og krydd. Þarf að geymast í kæli (0-4°C).


Rotvarið – Melta

Fish silage (a liquid material made from all the fish or its parts that are liquefied by enzymatic action in the presence of acid)

Hér er til dæmis um meltu að ræða sem er rotvarin með sýru og þarfnast ekki sérstakrar kælingar.