Yfirleitt er tekið fram að afurð sé með roði eða beinum. Oftast er í þessu samhengi talað um flök og flakaafurðir en einnig getur þetta átt við heilan fisk, t.d. skötuselshala sem eru óflakaðir en roðlausir, skötubörð eru stundum með roði og líka án. Svo hefur verið til heill “háttaður” steinbítur þá er búið að roðfletta heilan fisk. Vafalítið finnast fleiri möguleikar.
Hugtök sem notuð eru við snyrtingu flaka
Myndin hér fyrir neðan sýnir flest þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar flök eru snyrt. Þótt flök séu sögð hafa bein þá á að vera búið að fjarlægja öll önnur bein en þau sem tilheyra beingarði.
Með roði og beinum (MR/MB)
Skin on, pin-bone in (pbi)
Hér er almennt talað um að flökin hafi eingöngu svokölluð beingarðsbein, öll önnur bein og uggar hafa verið snyrtir frá.
Með roði og beinlaus (MR/BL)
Skin on, pin-bone out (pbo)
Hér hefur beingarður og öll önnur bein verið fjarlægð en roð látið fylgja
Roðlaus með beinum (RL/MB)
Skinless, pin-bone in (pbi)
Roð hefur verið fjarlægt en beingarðsbein látin vera í flakinu
Roðlaus og beinlaus (RL/BL)
Skinless, boneless / de-boned
Roðlaus og öll bein hafa verið fjarlægð