Flakaafurðir

Flakaafurðir geta verið af ýmsum toga þ.e. flök og flakabitar yfir í afskurð og marning.

Heil flök

Whole fillets

Flök sem ekki hafa verið skorin í bita, bæði ósnyrt eða snyrt flök, þunnildaskurður getur verið breytilegur, hvort sem flökin erum með eða án beingarðs.


Flakabitar

Fish portions / fillet portions

Flök margra tegunda er hægt að skera niður í bita á ýmsa vegu. Afurðir geta t.d. verið blanda af hnakkastykkjum, miðstykkjum, sporðum.

Þegar hnakkinn nær nokkuð aftur fyrir beingarðsenda þá fær það sem eftir er á sig lögun flaks sem oft er selt undir nöfnum eins og “Mini-flak”, bakflak eða spegilflak.


Sporðar

Tails

Hér erum aftasta hluta flaksins að ræða, sumir hafa kallað þennan hluta stirtlu.


Hnakkar

Loins

Þetta hugtak á við þykkasta og fremsta hluta flaksins. Það getur verið nokkuð breytilegt hvað hnakkinn er langur oft er þykkt aftasta hluta hnakkans látin ráða hversu langt má skera. Sem sagt það eru sett lágmarksviðmið á þykkt hnakkans.


Þunnildi

Napes, belly flaps

Þunnildi er stundum skorið frá í heilu lagi og unnið sér.


Miðstykki

Center cut

Þetta er sá hluti flaksins sem tekur við eftir hnakka eða við enda á beingarði og á undan sporði. Miðstykkið er yfirleitt þverskorið á flakið, þannig að efri og neðri hluti þess hanga saman.


Afskurður

Off cuts, trimming

Ýmsir hlutar flaks og bitar sem verða til við snyrtingu, oft þunnildi og flakahlutar. Oftast er verið að tala um sjófrystan afskurð, sem þá er hann oft með beingarði. Yfirleitt fryst í plastpokum.


Marningur

Mince

Fiskhakk án beina og roðs. Oftast afurð sem verður til í svokölluðum marningsvélum þar sem bein eru skilin frá fiskholdi. Þetta er sambærileg afurð og hakk, sem er þá hakkað beinlaust fiskhold.


Flattur

Splitted

Flattur fiskur þar sem búið er að opna fiskinn frá kvið og fremri hluti hryggbeinsins hefur verið skorinn frá.


Samflök

Butterfly fillets, flaps

Tvö flök sem hanga saman á roðinu (baki), algeng afurð síldarflaka.


Börð, skötubörð

Wings, skate wings

Er afurð þar sem fyrst og fremst er átt við börð af skötu eða tindabykkju. Geta verðið með roði eða án


Rafabelti

Frills

Á eingöngu við um flatfisk. Rafabeltavinnsla tengist nánast eingöngu vinnslu grálúðuflaka þar sem rafabeltin eru skorin frá og pakkað sérstaklega