Ferskur fiskur

Vinnsluferill fersks fisks byrjar um borð í veiðiskipinu, þar er í raun tekinn fyrsta ákvörðunin um hversu góðan fisk neytandinn fær á sinn disk. Þau skref sem síðar eru tekin í vinnsluferlinu geta aldrei lagað það sem fór úrskeiðis á fyrri stigum, sama hversu snjall kokkurinn er.

Ef allt er tipp topp í ferlinu frá veiðum, vinnslu í landi, flutningi o.s.frv. þá getur neytandi verið nokkuð öruggur um að fá fínt hráefni í matinn 10-12 dögum eftir veiði en það má ekkert klikka, það getur nefnilega svo ótrúlega margt farið úrskeiðis.

Hér á árum áður sigldu skipin beint á markað erlendis með ísaðan afla sem fór þar í gegnum vinnslu og síðan sendur „ferskur“ í verslanir. Nú á tímum er minna siglt og aflinn fer þess í stað mest ísaður og óunninn í kerjum í kæligámum á markað erlendis.

Mörg vinnslufyrirtæki hér á landi hafa náð mjög góðum tökum á því að vinna aflann, flaka, skera í bita og flytja á markað erlendis. Mest hefur farið með flugi í gegnum tíðina en flutningur með skipum hefur aukist undanfarin ár.

Ég tók saman fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um framleiðslu á kældum fiski sem nálgast má hér á heimasíðu Matís: Ferskfiskbókin. Ef tengillinn virkar ekki má alltaf hafa samband við mig og ég redda málunum.