Yfirleitt eru þetta afurðir sem verða til þegar búið er að nýta meirihluta hráefnisins í aðrar afurðir, þessi listi er ekki tæmandi.
Hrogn
Hard roes, roes
Hrogn (kynkirtlar hrygna) er hægt að nýta úr flestum tegundum fiska og hægt er að framleiða mikinn fjölda afurða úr þessu hráefni. Hrognin geta verið fersk, fryst, söltuð, reykt, niðursoðin, niðurlögð (kavíar) o.m.m.fl.
Svil
Soft roes, milt
Svil (kynkirtlar hænga) er hægt að nýta úr mörgum tegundum fiska. Einkum hafa verið framleiddar vörur úr þorsksviljum en einnig hafa fyrr á tímum verið unnar afurðir úr sviljum síldar. Helst eru svilin framleidd sem kæld, fryst og niðursoðin.
Lifur
Liver
Lifur er nýtt úr allmörgum tegundum og er einkum framleidd sem kæld, frosin og niðursoðin.
Sundmagi
Swim bladder, fish bladder, fish sound
Sundmagi er framleiddur úr nokkrum tegundum bolfiska, einkum frystur og saltaður.
Haus með klumbu
Head with collar bones
Haus þar sem eyruggi og klumba fylgja hausnum. Þessi hausunaraðferð fylgir hefðbundinni vélflökun.
Haus án klumbu
Head without collar bones
Haus sem hefur ekki áfasta klumbu og eyrugga. Þessi hausunaraðferð fylgir yfirleitt flatningu.
Fés
Split heads, faces
Klofinn haus, getur verið með og án klumbu, yfirleitt er búið að skera burt gellur.
Kinnar
Cheeks
Kinnar unnar úr hausum ýmissa tegunda, geta verið með beinum eða beinlausar með roði eða án.
Gellur
Tongues
Þetta eru tungur fisksins. Eru með roði en eru beinlausar.
Sporðar
Fish tails
Þessi afurðalýsing á við sporða sem skornir eru í heilu lagi frá bol fiska. Eru með roði og beinum.
Dálkar
Fiskhold sem skorið er frá hryggnum (dálknum) eftir flatningu, roðlausir og beinlausir
Hryggir með haus
Frames, backbones
Afurð sem verður til fyrst og fremst við handflökun og er oft þurrkuð.
Hryggir
Frames, backbones
Hryggir sem verða til eftir flökun eða flatningu.
Roð
Skin
Roð ýmissa tegunda